Einingahús Stykkishólmur

Stykkishólmur – upprifjun

Einingahús Stykkisholmur_193 fmÞetta glæsilega, velskipulagða einingahús, hannaði Verslunarfélagið Emerald ehf með arkitekti félagsins.

Hugmyndin var fengin að erlendri fyrirmynd, en húsið er aðlagað sérstaklega fyrir íslenskar aðstæður og er í samræmi við íslenska byggingareglugerð.

  • Öll loft eru upptekin í holi, stofu og eldhúsi.
  • Herbergi eru rúmgóð og öll nýting með besta móti
  • Viðhaldsfríir PVC gluggar
  • Fíbersementsklæðning  formáluð
  • Forsmíðaðar einingar
  • Steinull í útveggjum, innveggjum og þaki
  • Gifs í öllum veggjum, tvöfalt gifs í bílskúr
  • 12 mm osb plötur undir gifsi

Hér er dæmi um hús sem er vel hannað. Bogadregnar línur og húsið er með valmaþaki. Allt efni eins viðhaldsfrítt og frekast var kostur. Hægt er að fá öll hús spegluð, þ.e. bílskúr hægra megin eða vinstra megin séð frá götu.

Sérálma er fyrir svefnherbergi. Húsið er rétt um 200 fm að stærð. Kom í einingum og var sett upp á methraða á þegar steypta sökkla.

Sambærilegt hús er hægt að fá verksmiðjuframleitt frá framleiðanda okkar í Lettlandi fyrir um 17-18 milljónir tollafgreitt í Reykjavík.

Öll einangrun, allir veggir, allar hurðir, allar skrár og læsingar, allt gifs, utanhússklæðning, þakkantar, rennur og niðurföll innifalið.

Ítarlegan efnislista er að sjálfsögðu að finna hér á heimasíðu okkar.

Smella á neðangreindan hlekk til að skoða grunnmynd:

Eme_193m3_GRM