160 fm einingahús
Reist á Egilsstöðum 2019
Þessi teikning er stækkuð mynd af 160 fm húsi. Húsið var reist á Egilsstöðum árið 2019 og var klárað rétt fyrir jólin.
Samskonar hús með breytingum var reist á Árskógssandi í lok árs 2021.
Húsið er klætt með dökkri Cedral fíbersementsklæðningu. Gluggar eru úr sérvöldu timbri.
Innifalið í grunnverði hússins
160 fm Einingahús
Verð frá kr 24,2 millj. *
*) Verð með tollum og aðflutningsgjöldum og miðast við afhendingu á byggingarstað en án uppsetningar í mars 2023 sbr efnislýsingu.
HRAÐI
Verksmiðjuframleiðslu er auðveldara að stjórna og aðlaga að hönnun húsa og afhendingartíma.
Sparar tíma og peninga. Hægt að byrja á sökklum meðan á framleiðslu stendur.
Hraðar öllu uppsetningarferli og minnkar efnisrýrnun verulega.
GÆÐI
Eftirlit í framleiðslu. Unnið samkvæmt viðurkenntum gæðakerfum.
Gluggar eru settir í einingarnar í verkmiðju. Innveggir eru verksmiðjuframleiddir.
Allt efni og íhlutir eru CE vottaðir.
REYNSLA
Verkmiðjan hefur yfir 25+ ára reynslu af framleiðslu og uppsetningu á timbureiningahúsum. Svíþjóð, Noregur og Ísland eru helstu markaðir.
Emerald ehf hefur komið að byggingu og innflutningi á einingahúsum síðan 2002.
Yfir 70 hús hafa verið reist víðsvegar um land á okkar vegum.
PERSÓNULEG NÁLGUN
Sérhvert verkefni er einstakt. Verksmiðja og Emerald ehf bjóða persónulega þjónustu. Okkar verkefni er að skila góðu dagsverki. Það hefur okkur tekist.
UPPSETNING
Sérfræðingar frá verksmiðju geta komið og sett upp húsið á þegar tilbúinn sökkul og plötu.
GRÆN TÆKNI
Timburhús minnka kolefnaspor. Aukið einangrunargildi. Kostir timbureiningahúsa eru miklir. Vottað efni.
Okkar menn
Arkitekt; sér um að teikna húsið í samráði við kaupanda. Hann fer yfir lóðarskilmála og fleira, gerir ítarlega efnislýsingu og byggingalýsingu til byggingaryfirvalda og vinnur jafnframt í samstarfi við aðra hönnuði hússins.
Raflagnahönnuður; sér um að teikna raflagnakerfi hússins í samráði við kaupanda. Rafvirkjameistari; hefur umsjón með raflögnum hússins Pípulagnameistari; hefur umsjón með pípulögn hússins
Múrarameistari; hefur umsjón með frágangi á steyptum grunni hússins
Verkfræðingur; sér um að teikna grunn, járnalagnir frárennslislagnir, sökkla og hitalagnir, skilar burðarþolsútreikningum til byggingaryfirvalda. Vindálags- og snjóálagsgildi er misjafnt eftir landshlutum og staðsetningu.
Fyllið út formið hér að neðan og sendið fyrirspurn beint