ÍTARLEG TILBOÐ OG KOSTNAÐARÁÆTLANIR
Verslunarfélagið Emerald ehf gerir áætlað verðtilboð í hús skv hugmyndum og útlitsteikningum og veitir almenna ráðgjöf við val á húsi sem hentar kaupendum og lóðaskilmálum.
Við bendum á byggingameistara, verkfræðing og arkitekt sé þess óskað og leiðbeinum um val þeirra.
Uppsetningartilboð og verkkostnaðartilboð eru gerð af viðkomandi verktökum.
Emerald ehf hefur aðgang að sérhæfðum verktökum og byggingameisturum í uppsetningar einingahúsa sem og gerð sökkla og lagna.
Þegar rætt er um verð, þá er mörgu kastað fram af sölumönnum einingahúsa almennt.
Látið ekki blekkjast af fermetraverðum sem gefin eru upp, því þau segja í raun lítið sem ekkert.
Skoða verður dæmið í heild sinni og fá sundurliðaðar kostnaðaráætlanir.
Við höfum sent út þannig áætlanir til banka og viðskiptavina. Reynslan hefur sýnt að það er að marka þær áætlanir enda um föst tilboð í stærstu verkþættina.
Þar má til dæmis nefna uppsetningar, en við gerum tilboð á föstu verði.
Í þessu verðdæmi er um að ræða 189 fm hús komið á byggingarstað, en án lóðarkostnaðar. Efnisval er í hæsta gæðaflokki bæði hvað varðar húsið sjálft sem og innréttingar.
Verksmiðja býður upp á þjónustu er varðar kaup á innréttingum sé þess óskað.
189 fm fullgert hús án lóðar og lóðarfrágangs
Kr 43.75 millj.
Fyllið út formið hér að neðan og sendið fyrirspurn beint