Gámaeiningar skrifstofugámar

Gámaeiningar skrifstofugámarVerslunarfélagið Emerald ehf, kynnir afar hentugar gámaskrifstofueiningar, salernis einingar, svefnskála, skólaeiningar, íbúðar einingar og sérhæfðar gáma einingar til uppröðunar. Hægt er að fá einingarnar í mörgum gæðaflokkum, klæddar að utan með fjölda efnisgerða, sem gefa einingu um heildstæða mynd. Einingarnar eru þannig uppbyggðar að hægt er að fá þær í útfærslum skv óskum kaupenda. Hægt er að fá einingar með auknu einangrunargildi, sem og sérstöku og auknu brunavarnagildi.

Einingunum er pakkað þannig að unnt er að setja þær upp á mjög skömmum tíma. Allar raflagnir og tengi fyrir rafmagn fylgir með. Um er að ræða nýja vöru á Íslandi, sem farið hefur sigurför um heiminn. Á það við sérstaklega við um hönnun á salernum, sem og Premium einingum, en framleiðandinn hefur hlotið hin eftirsóttu REDDOT and iF hönnunarverðlaun.

Hægt er að hanna leikskóla og aðra aðstöðu tengt skóla, sem og heilbrigðisþjónustu. Einnig einingar sem henta fyrir fjarskiptafyrirtæki, veðurathugunarstöðvar, sæluhús, aðstöðu fyrir vísindamenn, björgunarsveitir og fleiri aðila.

Kostir eininganna eru helst eftirfarandi:

  • Koma samanpakkaðar (flat pack). Allar salerniseiningar koma hinsvegar fullsamsettar
  • Standard gerðir og Premium gerðir
  • Settar saman á undraskömmum tíma. Um 45 mín tveir menn
  • Byggðar upp eins og 20 ft gámur
  • Hægt að fá klæddar að utan t.d. með viðarpanel og fleiri gerðum klæðninga
  • Hátt einangrunargildi
  • Tilbúnar til notkunar eftir skamman uppsetningartíma
  • Hægt að raða saman í margar hæðir

 

Allar nánari upplýsingar veitir sölumaður Emerald ehf í síma 698 0330. Einnig er hægt að senda okkur tölvupóst á netfangið emerald@emerald.is