Hönnun og uppsetning

Verkferli hönnunar

framleiðslu og uppsetningar

Arkitekt

Arkitekt; sér um að teikna húsið í samráði við kaupanda. Hann fer yfir lóðarskilmála og fleira, gerir stutta efnislýsingu og byggingalýsingu til byggingaryfirvalda og vinnur jafnframt í samstarfi við aðra hönnuði hússins

Verkfræðingur

Verkfræðingur; sér um að teikna grunn, járnalagnir frárennslislagnir, sökkla og hitalagnir, skilar burðarþolsútreikningum til byggingaryfirvalda. Hann sér um flest það sem snýr að byggingayfirvöldum s.s Rannsóknarstofnun Byggingariðnaðarins og Byggingafulltrúa á hverjum stað

Raflagnahönnuður

Raflagnahönnuður; sér um að teikna raflagnakerfi hússins í samráði við kaupanda. Rafvirkjameistari; hefur umsjón með raflögnum hússins Pípulagnameistari; hefur umsjón með pípulögn hússinsMúrarameistari; hefur umsjón með frágangi á steyptum grunni hússins

Byggingastjóri

Byggingastjóri; byggingameistari sér um byggingastjórn og er viðstaddur flestar úttektir byggingafulltrúa

Framleiðsla

Húsið er verksmiðjuframleitt einingahús. Framleitt eftir ströngum gæðakröfum og í samræmi við íslenska byggingareglugerð

Uppsetning 

Smiðir; Innlendir smiðir geta séð um uppsetningu og gera þeir kaupanda tilboð í uppsetningu húsa. Einnig er unnt að fá uppsetningarteymi frá verksmiðju. Uppsetningartími er um 6-8 vikur ef miðað er við 200 fm hús.

Senda fyrirspurn

Fyllið út formið hér að neðan og sendið fyrirspurn beint