Hönnun og teikningar er lykilatriði í byrjun

Verkferli og val á húsi

Þínar teikningar eða okkar tillögur

Val á húsi

Hvernig hús skal byggja?

  1. Val á húsi

Hugmynd frá væntanlegum kaupanda eða tillaga frá Verslunarfélaginu Emerald ehf.

Við gerum bráðabirgðatilboð til kaupenda sem og heildarkostnaðaráætlanir. Endanlegir útreikningar geta tekið breytingum.

Við sendum tillögur af húsum og leiðbeinum um val á húsum.

Ennfremur er skoðað hvort viðkomandi hús hæfi lóð, skipulagi og lóðarskilmálum.

Emerald ehf, býður ekki upp á svokallaða "Turn Key" lausnir. Okkar þjónusta felst í að tengja saman ólíka aðila og fylgja eftir framleiðslu hússins og uppsetningu þess.

Jafnframt hafa kaupendur aðgang að sérkjörum hjá arkitektum, verkfræðingum og raflagnahönnuðum hússins.

Ennfremur sjáum við um öll samskipti við verksmiðju og viðskiptavini ásamt aðstoð við tollafgreiðslu og afhendingu húsa á byggingarstað.

Fyrir þjónustuna er innheimt sérstök þjónustuþóknun (álagning), sem er opin og kemur fram í verðútreikningi og greiðsluplani.

Hófleg álagning/umsýsluþóknun Verslunarfélagsins Emerald ehf er 860.000 með VSK.

Greitt við staðfestingu pöntunar.

2 Teikningar og hönnun

Teikning er gerð af íslenskum arkitekt í flestum tilvikum. Emerald ehf er í samstarfi við valda arkitekta. Við höfum unnið með mörgum þeirra í langan tíma.

Hægt er að velja okkar arkitekt eða koma með eigin teikningar hannaðar af arkitekt að vali kaupanda.

Kaupandi situr fundi með arkitekt. Arkitekt útfærir nánar óskir kaupanda, s.s herbergjaskipan, gerð klæðningar, byggingarlýsingu og fleiri þætti er húsið varðar í samráði við byggingaryfirvöld og viðskiptavin.

Reynslan sýnir að best er að hafa hönnun á hendi margra sérfróðra manna sem vinna saman sem eitt teymi, frekar en á einni hendi.

Arkitekt vinnur fyrir eigin reikning gagnvart viðskiptavinum. Emerald ehf ber ekki ábyrgð á vinnu þeirra né tilboðum. Tilboð frá hönnuðum eru uppfærð í kostnaðaráætlun.

Viðskiptavinir njóta afslátta og sérkjara hjá hönnuðum, s.s. arkitektum, verkfræðingum, raflagnahönnuðum og eftir atvikum byggingastjórum og jarðvegsverktökum sem Emerald ehf bendir á og er í samstarfi við.

3 Tilboð

Bindandi tilboð berst, venjulega innan 3-5 daga, sundurliðað frá verksmiðju í samræmi við óskir og efnisval viðskiptavinar.

Um er að ræða frávikstilboð, en þar koma fram mismunandi útfærslur á endanlegu efnisvali. Það kostar ekkert að fá tilboð og kostnaðaráætlanir hjá okkur.

Ennfremur er heildarkostnaðaráætlun uppfærð í samræmi við tilboð. Í kostnaðaráætlun kemur fram kostnaður vegna m.a arkitekts, verkfræðings og raflagnahönnuðar.

Kostnaðaráætlanir eru gerðar og flokkaðar eftir byggingastigum. Leitast er við að flestir liðir kostnaðaráætlunar taki mið af rauntölum þ.e. tilboðum frá hönnuðum og verktökum sem að verkinu koma.

Emerald ehf endurselur ekki vinnu þeirra og ber ekki ábyrgð á beinum samningum milli verkkaupa og 3ja aðila.

Verði hinsvegar ekki af viðskiptum um húsakaup hjá framleiðanda Emerald ehf, en þjónusta hönnuða og verkfræðinga nýtt, áskilja hönnuðir og verktakar sér rétt til að falla frá afsláttartilboðum.

Ennfremur áskilur Emerald sér rétt til að reikningsfæra tímagjald er varða tilboðsgerðina að lágmarki kr 75.000 án VSK.

4 Samningur

Formlegur samningur er gerður af verkmiðju er varðar efni og skyldur kaupanda og framleiðanda (verksmiðju).

Staðfestingargjald er greitt og er hluti af kaupverðinu. Greiðslur eru hlutfallaðar og tengdar framleiðslu og afhendingarferli.

Ákvörðun er tekin um hvort uppsetningarteymi komi frá verksmiðju eða ekki. Kostnaður vegna uppsetningar hússins er þá hluti af samningsverði verksmiðju.

Áætlaður framleiðslutími og afhendingartími húseiningum á byggingarstað er jafnframt gefinn upp.

Hlutfallsgreiðslur eru framkvæmdar samkvæmt ítarlegum samningi frá framleiðanda.

Afhendingartími frá staðfestingu samnings venjulega um 3-5 mánuðir, hús komið á byggingastað.

5 Verkfræðingur

Formleg ráðning verkfræðings, raflagnahönnuðar og byggingastjóra ásamt meistara fer venjulega fram á þessu stigi.

Verslunarfélagið Emerald ehf er í samstarfi við þessa aðila og mælir með að þeir komi að hönnun húsanna.

Verkfræðingur sér um hönnun sökkla og lagna. Hann gerir burðarþolsútreikninga og skilar inn gögnum til byggingafulltrúa.

Viðskiptavinir mega koma með eigin hönnunar aðila sé þess sérstaklega óskað.


6 Framleiðsla hússins

Gerðar eru sérstakar framleiðsluteikningar. Húsið er síðan framleitt hjá verksmiðju í Lettlandi eftir að framleiðsluteikningar eru samþykktar. Á þessu stigi er unnt að gera ýmsar breytingar sem betur mega fara.

Allir íhlutir í húsið eru Evrópu vottaðir (CE). Framleiðandinn hefur 25 ára reynslu af framleiðslu einingahúsa fyrir kröfuharða markaði á norrænum slóðum, s.s Ísland, Noregi og Svíþjóð.

Húsin eru framleitt hjá verksmiðju í Lettlandi.

Framleiðandi afhendir húsið í gámum alla leið á byggingarstað.

Dæmi um útlit og grunnmynd húss

Margar útgáfur eru til af þessari hönnun.

Emerald Akureyri Einingahús
Emerald Einingahús
Emerald Akureyri Einingahús

Grunnmynd af 208 fm húsi á Akureyri

Afhending & Uppsetning

Gámasending | Uppsetning

Gámasending

Húsinu er pakkað í gáma. Um 3 til 4 HC gámar eftir efnismagni og er þá miðað við ca 200 fm hús.

Gámar sendir með skipi til Íslands og á byggingastað.

Kaupandi nýtur sérkjara vegna flutningsgjalds.

Kaupandi er jafnframt skráður eigandi hússins (vörunnar). Gámar eru tryggðir af framleiðanda.

Virðisaukaskattur í tolli og tollafgreiðslugjöld ásamt tollskýrslugerð eru greidd við tollafgreiðslu húss þegar það kemur til landsins.

Uppsetning

Uppsetningarteymi kemur frá verksmiðju og setur upp húsin sé þess óskað.

Kostnaður vegna uppsetninga er á föstu verði og nánar tilgreint í samningi og miðast við gengi EUR.

Innlendir aðilar hafa einnig séð um að setja upp hús frá okkur í einstaka tilvikum.

Allir útveggir og innveggir eru verksmiðjuframleiddir sem styttir uppsetningartíma til muna.

Afhending og verklok

Í venjulegu árferði tekur um 8 vikur að setja upp einingahús sem er á einni hæð. 

Algeng stærð einingahúsa er frá 150-220 fm á einni hæð. 

Senda fyrirspurn

Fyllið út formið hér að neðan og sendið fyrirspurn beint