196 fm einingahús

Teikningar & Skýringar 

Þessi teikning er af 196 fm húsi frá okkur. Þetta tiltekna hús er til í mörgum mismunandi útfærslum. Með bogaútskoti, eða án. Spegluð útgáfa, þ.e bílskúrinn vinstra megin.

Upptekin loft í aðalrými eða niðurtekin loft. Upptekin loft í bílskúr, með eða án geymslulofts. Það gildir um öll hús frá okkur, ekkert þeirra er nákvæmlega eins.

Einnig er til útgáfa með breytingu á þakgerð. Til dæmis valmaþak, eða með reistu þaki (stafna)

Svona hús frá okkur var fyrst reist í Stykkishólmi árið 2006 og er til víða um land.


 •       GRUNNMYND      
 •      ÚTLIT      
 •      LÝSING      
 •      VERР     
      GRUNNMYND      

Emerald 196 fm
196 FM EININGAHÚS

Þetta hús er reist í Vogum 2021

HEILDARSTÆRÐ: 196 FM


BÍLSKÚR: 36 FM


SVEFNHERBERGI: 4


STÆKKANLEGT: JÁ

     ÚTLIT      

     LÝSING      

Innifalið í grunnverði hússins

 • Framleiðsluteikningar frá verksmiðju
 • Verksmiðjuframleiddir útveggir með lektum og rakavörn að innanverðu og utanverðu
 • Steinullareinangrun komin í útveggi
 • Utanhússklæðning formáluð Fíbersement 10-12 mm
 • Allt gifs á innanverða útveggi ásamt 12mm OSB undir gifsi
 • PVC Gluggar með tvöföldu gleri koma ísettir í einingar
 • Innveggir verksmiðjuframleiddir ásamt steinullareinangrun
 • Allt gifs á innveggi ásamt 12mm osb undir gifs
 • Þaksperrur/kraftsperrur
 • Lektur í loftin (þak) undir gifs (raflagnabil) 
 • Rakavörn
 • Gifs í loftin, eða annað efni skv vali
 • Steinullareinangrun í þak 250 mm
 • Þakklæðning 18-22mm ofan á sperrur/kraftsperrur
 • Icopal Balbit þakdúkur ofan á OSB
 • Útihurðir PVC eða viðarhurðir og rennihurðir úti
 • Festingar og vinklar við sökkul og vinklar á sperrur
 • Skrúfur og festingar
 • Flutningsgjöld til landsins og á byggingarstað
 • Tollar og gjöld
 • Flutningstryggingar
     VERР     

196 fm Einingahús

Verð frá kr 29,2 millj. *

*) Með tollum og gjöldum en án uppsetningar í des. 2022