EININGAHÚS

ÁRSKÓGSSANDUR

Einingahús frá Lettlandi

Verslunarfélagið EMERALD ehf sérhæfir sig í innflutningi og ráðgjöf vegna innflutnings og efnisvali á timbureiningahúsum fyrir íslenskan markað.

Einingahúsin eru framleidd í Lettlandi. Fyrirtækið vinnur náið með arkitektum, verkfræðingum og byggingameisturum til að tryggja að hönnun, öryggi og gæði.

Emerald er virkur þátttakandi samvinnu við íslenska arkitekta, verkfræðinga og byggingameistara við hönnun á húsum fyrir íslenskar aðstæður.

Val á húsi

Hvernig hús skal byggja og hversu stórt?

Teikningar

Val á húsi þ.e hugmynd kaupanda eða tillaga frá Emerald ehf sem gerir bráðabirgðatilboð til kaupanda þ.e. kostnaðaráætlun Emerald ehf á húsi m.v. afhendingu á byggingarstað.

Við sendum tillögur og leiðbeinum um val á húsinu. Ennfremur er skoðað hvort viðkomandi hús hæfi lóð, skipulagi byggðar og lóðarskilmálum

Tillögur

Teikning er gerð af íslenskum arkitekt. Hægt er að velja okkar arkitekt eða koma með eigin teikningar hannaðar af arkitekt að vali kaupanda.

Kaupandi situr fundi með arkitekt. Arkitekt útfærir nánar óskir kaupanda, s.s herbergjaskipan, gerð klæðningar, byggingarlýsingu og fleiri þætti er húsið varðar.

Kostnaðaráætlun

Emerald ehf gerir heildar kostnaðaráætlanir án sérstaks aukagjalds.

Þannig getur væntanlegur kaupandi metið heildarmyndina og heildarkostnað við framkvæmdina.

Tilboð

Bindandi tilboð berst, venjulega innan 3-4 daga, sundurliðað frá verksmiðju skv teikningu arkitekts.

Miðað er við efnisval kaupanda gerð klæðningar, gerð glugga, hurða ofl þátta.

193 fm - 4 svefnherbergi - Akureyri

Senda fyrirspurn

Fyllið út formið hér að neðan og sendið fyrirspurn beint