Gámaeiningar | Salerniseiningar | Skrifstofueiningar
Verslunarfélagið Emerald ehf, kynnir; Fyrir þónokkru ákváðum við að bjóða til sölu nýjar 20 ft einingar frá einum virtasta framleiðanda heims á þessu sviði. Emerald ehf, hefur áralanga reynslu af innflutningi einingahúsa. Kaupendur hafa í auknum mæli spurst fyrir um hvort Verslunarfélagið geti útvegað slíka valkosti. Þessi viðbót fellur vel að þeirri starfsemi sem Verslunarfélagið Emerald ehf hefur sérhæft sig í á undanförnum árum.
Eftir töluverðan undirbúning og rannsóknarvinnu, þá höfum við ákveðið að verða við óskum kaupenda. Verslunarfélagið Emerald ehf er lítið fyrirtæki, með litla yfirbyggingu og öfluga framleiðendur.
Þar af leiðandi þá hikum við ekki við að keppa við stærri innflutningsaðila. Verslunarfélagið er vel samkeppnishæft á þessum markaði. Við erum þekktir fyrir fagleg vinnubrögð og skjóta afgreiðslu.
Félagið semur ávallt beint við framleiðendur og stundar milliliðalaus viðskipti. Þess vegna getum við boðið betri verð.
Kostir eininganna eru helst eftirfarandi:
- Koma samanpakkaðar (flat pack). Allar salerniseiningar koma hinsvegar fullsamsettar
- Settar saman á undraskömmum tíma
- Byggðar upp eins og 20 ft gámur
- Hægt að fá klæddar að utan t.d. með viðarpanel og fleiri gerðum klæðninga
- Hátt einangrunargildi
- Tilbúnar til notkunar eftir skamman uppsetningartíma
- Hægt að raða saman í margar hæðir
- Valkostir í gólfefnum og klæðningu
Notendur gámaeiningana eru t.d.:
- Verktakar
- Sveitarfélögin
- Íþróttafélög
- Golfvellir
- Leikskólar, skólar og leikvellir
- Ferðaþjónusta
- Fjarskiptaþjónusta
- Heilbrigðisþjónusta s.s færanlegar heilsugæslueiningar
- Veitingaþjónusta
- Vísindamenn
- Veðurathuganir og rannsóknir
- Þjónustuaðilar s.s miðasala
- Kvikmyndagerðarmenn
- Salernisaðstöðueiningar, sérhannaðar einnig fyrir hreyfihamlaða
Bjóðum sérhönnun skv óskum kaupenda og einingarnar eru aðlagaðar að tilgangi notkunar. Allar salernisaðstöðueiningar koma fullbúnar tækjum og búnaði. Raflagnir eru tilbúnar, með ljósum og hita. Allt innvols frágengið og tilbúið til notkunar.
EMERALD ehf er brautryðjandi á íslenskum markaði og leitast ávallt við að bjóða hæstu mögulegu efnisgæði á samkeppnishæfu verði. Leitið verðtilboða, sendið okkur tölvupóst eða hringið í sölumann okkar í síma 698 0330.