|

Borgarfjörður Eystri

Húsbyggingin gengur mjög vel á Borgarfirði Eystri. Húsið er um 160 fm að meðtöldum bílskúr.

Búið er að loka þaki og það tilbúið fyrir Aluzink. Gifsklæðning að innan er langt komin.

Klæðning að utan er í vinnslu ásamt frágangi á þakköntum.

Gluggar eru sérsmíðaðir úr timbri í hæsta gæðaflokki.

Rafvirkinn er að ganga frá lögnum og vinnur sig áfram á undan smiðum áður en veggjum er lokað.

Öll framkvæmdin hefur gengið eins og best verður á kosið.

Verslunarfélagið Emerald óskar eigendum innilega til hamingju með húsið.

Tengt efni