Emerald 212 fm einingahús
|

Eyrartún | Sauðárkrókur 212 fm Einingahús

Í lok síðustu viku var hafist handa við að reisa 212 fm glæsilegt verksmiðjuframleitt einingahús frá verksmiðjunni í Lettlandi.

Hönnunin byggir á teikningu sem var upphaflega um 196 fm en er nú með breyttu sniði og stærra þ.e 212 fm.  Verslunarfélagið Emerald ehf hefur flutt inn og reist margar útfærslur af þessu tiltekna húsi.

Öll hús frá okkur eru sérteiknuð og tekið mið af óskum kaupenda sem og lóðarskilmálum. Við sjáum um vandaðar arkitektateikningar, verkfræðihönnun og raflagnahönnun í sérflokki.

Flestar tegundir og gerðir einingahúsa eru í boði. Kaupendur geta sent okkur hugmyndir og teikningar.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, þá koma útveggir og innveggir einangraðir. Gluggar eru settir í einingarnar í verksmiðju við bestu skilyrði.

CE Vottaðar kraftsperrur koma tilbúnar og verksmiðjuframleiddar. Sama gildir um útveggi og innveggi. Þeir koma samsettir, með ísettri einangrun. Loft eru upptekin þar sem við á.

Við gerum tilboð og kostnaðaráætlanir fyrir væntanlega kaupendur án aukakostnaðar.

Similar Posts