|

Djúpivogur 2 hæðir 

Við hjá Verslunarfélaginu Emerald ehf, tilkynnum með stolti;

Framkvæmdir eru nú í gangi á Djúpavogi og hafa verið í vetur. Um er að ræða einingahús frá verksmiðjunni í Lettlandi. Húsið er reist af innlendum verktaka.

Húsið er verksmiðjuframleitt úr tilbúnum einingum, tveggja hæða og afar vandað í alla staði. Sér bílskúr er einnig við hlið hússins, framleiddur með sama hætti.

Húsið er það fyrsta í nokkuð langan tíma sem rís á þessum fallega stað Djúpavogi.

Við óskum eigendum til hamingju með að hafa valið okkur til að skipuleggja framkvæmdina, sem og öllum þeim sem að verkinu standa allt frá hönnun og til framkvæmdar.

Similar Posts