|

Borgarfjörður Eystri

Undirbúningur framkvæmda er hafinn við Tunguhól, Borgarfirði Eystri.

Tunguhóll

Um er að ræða vel hannað hús um 160 fm að stærð með innbyggðum bílskúr.

Borgarfjörður Eystri er meðal fegurstu staða landsins. Það er mikið gleðiefni og heiður fyrir okkur að afhenda hús á þennan stað.

Húsið mun standa á einum fegursta stað bæjarins, með útsýni yfir hafið og til fjalla.

Áætlað er að reising hefjist á þegar steypta plötu um miðjan maí 2021.

Allur undirbúningur hefur verið hnitmiðaður, enda í mörg horn að líta til þess að allt takist vel.

Við óskum eigendum innilega til hamingju með þá gæfuríku ákvörðun að velja Verslunarfélagið Emerald ehf.

Similar Posts