Verktakar og uppsetning

Aðilar sem að byggingu húsa koma sbr byggingareglugerðir

Kanadískt einingahús

Parhús í Garðabæ

  • Arkitekt; sér um að teikna húsið í samráði við kaupanda. Hann fer yfir lóðarskilmála og fleira, gerir stutta efnislýsingu til byggingafulltrúa og vinnur jafnframt í samstarfi við aðra hönnuði hússins
  • Verkfræðingur; sér um að teikna grunn, járnalagnir  frárennslislagnir, sökkla og hitalagnir, skilar burðarþolsútreikningum til byggingaryfirvalda.  Hann sér um flest það sem snýr að byggingayfirvöldum s.s Rannsóknarstofnun Byggingariðnaðarins og Byggingafulltrúa á hverjum stað
  • Byggingastjóri; byggingameistari sér um byggingastjórn og er viðstaddur allar úttektir byggingafulltrúa
  • Raflagnahönnuður; sér um að teikna raflagnakerfi hússins í samráði við kaupanda.
  • Rafvirkjameistari; hefur umsjón með raflögnum hússins
  • Pípulagnameistari; hefur umsjón með pípulögn hússins
  • Múrarameistari; hefur umsjón með frágangi á steyptum grunni hússins
  • Smiðir; Innlendir smiðir geta séð um uppsetningu og gera þeir kaupanda tilboð í uppsetningu húsa. Emerald ehf getur bent á smiði sem hafa reynslu af uppsetningu einingahúsa.Kostnaður vegna uppsetningar er breytilegur eftir stærð og umfangi.
  • Uppsetningartími; Reynslan hefur sýnt í flestum tilvikum að uppsetningartími ásamt klæðningu að utan (Hardi Plank), uppsetningu innveggja, gifsklæðningar, þakklæðningar og hurða miðað við verksmiðjuframleitt 200 m2 einingahús á einni hæð er um 1000-1200 klukkustundir. Þá er miðað við að sökkull og plata sé þegar tilbúin.