Verkferli

Verkferli er varðar húsakaup

 • Einingahús Mosfellsbæ

  Einingahús í Mosfellsbæ

  Val á húsi þ.e hugmynd kaupanda eða tillaga frá Emerald ehf sem gerir bráðabirgðatilboð til kaupanda þ.e. kostnaðaráætlun Emerald ehf á húsi m.v. afhendingu á byggingarstað.

 • Teikning er gerð af íslenskum arkitekt okkar.
 • Kaupandi situr fundi með arkitekt.
 • Arkitekt útfærir nánar óskir kaupanda, s.s herbergjaskipan, gerð klæðningar, byggingarlýsingu og fleiri þætti er húsið varðar. Ennfremur er skoðað hvort viðkomandi hús hæfi lóð, skipulagi byggðar og lóðarskilmálum
 • Bindandi tilboð berst, venjulega innan 3-4 daga, sundurliðað frá verksmiðju skv ofangreindri teikningu arkitekts og miðað við efnisval kaupanda (gerð klæðningar, gerð glugga, gerð hurða ofl.)
 • Áætlaður framleiðslutími og afhendingartími húseiningum á byggingarstað er jafnframt gefinn upp
 • Greiðsla umsýsluþóknunar til Emerald ehf, staðfestingargjalds til verksmiðju
 • Formlegur samningur er gerður af verkmiðju er varðar efni og skyldur kaupanda og framleiðanda
 • Teikningar húsaframleiðanda gerðar, en þær eru mun ítarlegri en arkitekts og framleiðsla á húsi hefst, ráðning verkfræðings, ráðning byggingastjóra (meistara) og raflagnahönnuðar
 • Teikningar framleiðanda eru gerðar í samræmi við samþykkta teikningu arkitekts og miðast við mun ítarlegri útfærslu m.t.t samsetningar hússins
 • Pökkun í gáma (3 til 4 gámar eftir efnismagni) ef t.d. er miðað við ca 200 m2 hús
 • Gámar sendir með skipi til Íslands.
 • Kaupandi nýtur sérkjara vegna flutningsgjalds.
 • Kaupandi er skráður eigandi vörunnar og ber ábyrgð á að tryggja vöruna
 • Virðisaukaskattur, flutningsgjöld og hafnargjöld og önnur gjöld greidd við tollafgreiðslu húss þegar það kemur til landsins
 • Uppsetning. Emerald ehf getur útvegað menn í uppsetningar á húsum