EFNI VERKSMIÐJUFAMLEITT EININGAHÚS

Einingahús Seyðisfjörður

185 m2 hús á Seyðisfirði

Húsin eru framleitt í verksmiðju undir sérstöku gæðaeftirliti og byggingahlutar hússins eru fyrirfram númeraðir. Þar sem byggingareiningarnar (útveggir og innveggir) eru framleiddir í verksmiðju og ekki smíðaðar á byggingarstað er uppsetningartími húss mun hraðari.


 • Verksmiðjuframleitt einingahús (veggir tilbúnir þ.e grind, krossviður, steinull, lektur, raflagnagrind, vatns- og vindvarnarlag að utan, byggingaplast að innan) sem styttir uppsetningartíma og frágang húss verulega
 • Teikning framleiðanda húss (Útlitsteikning og grunnteikning)
 • Einangrunarull, vatnsdúkur, byggingaplast og lektur tilbúnar ásettar veggjaeiningum
 • Raflagnagrindur fyrir allt húsið þ.e millibilsgrind þar sem raflagnir koma.
 • Fyrirfram númeraðir byggingahlutar tilbúnir
 • Þakklæðning krossviður eða OSB efni
 • Þykkur álímdur Icobal tjörupappi (undir þakstál sem keypt er á heimamarkaði)
 • Lektur undir járn t.d. ef notað er stallaál frá Áltaki
 • Frágangsefni þaks s.s. kantar og klæðning undir þakkanta
 • Polyethylene rakavarnarlag eða sambærilegt
 • Krossviður eða OSB í ysta lagi útveggja
 • Útiklæðning smellið til að sjá t.d. www.eternit.lv (fjöldi annarra gerða í boði)
 • Gluggar PVC, timburgluggar eða timbur/ál með 4 mm K Gleri. Gluggar skv byggingalýsingu.
 • Gluggar koma ísettir í útveggjaeiningum
 • Allar útihurðir
 • Allar innihurðir. Kaupendur velja sérstaklega. Margir gæðaflokkar og útfærslur
 • Allir kverklistar (einnig gólflistar en ekki gólfefnið sjálft)
 • Allir naglar og skrúfur og festingar fyrir húsið
 • Gifsklæðning 13 mm, ásamt fylgihlutum s.s. skrúfum og listum
 • 12 mm OSB undir gifsi í útveggjum og innveggjum

Efnisval og frekari upplýsingar 2018