Emerald deild Blaksambands Íslands í vetur

EMERALD BLAKSAMBAND

EMERALD BLAKSAMBAND

Skrifað var undir samning í dag um heiti á 2. deild karla og kvenna. Deildin mun heita Emerald deildin á þessu tímabili.

Um helgina hefst keppni í neðri deildum Íslandsmótsins í blaki þegar leikið verður í Emerald deildum karla og kvenna, 3. deild karla og kvenna og svo 4. deild, 5. deild og 6. deild kvenna. Leikið er á fjórum stöðum á landinu um helgina en á Ísafirði leika 5. og 6. deild kvenna, á Hvammstanga er 4. deildin í gangi, Emerald deild kvenna (2.deild) í Neskaupstað og svo á Siglufirði leika Emerald deild karla (2.deild) og 3. deild karla og kvenna.

Í dag skrifuðu Sævar Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri Blaksambands Íslands og Gunnlaugur Gestsson framkvæmdastjóri Emerald undir árssamning um heiti á 2. deild karla og kvenna. Emerald er fyrirtæki sem er brautryðjandi á íslenskum byggingamarkaði og hefur mikla reynslu á innflutningi, hönnun og byggingu á timbureiningahúsa.