Verðdæmi 185 fm einingahús

Einingahús Vallartún

200 m2 hús klætt með Nova Brik

Verslunarfélagið Emerald ehf gerir áætlað verðtilboð í hús skv hugmyndum og útlitsteikningum og veitir almenna ráðgjöf við endanlegt efnisval. Við útvegum byggingameistara, verkfræðing og arkitekt sé þess óskað.

Uppsetningartilboð og verkkostnaðartilboð eru gerð af viðkomandi verktökum. Emerald ehf hefur aðgang að sérhæfðum verktökum og byggingameisturum í uppsetningar einingahúsa sem og gerð sökkla og lagna.

Helstu ástæður sem mæla með því að kaupa hús frá Lettlandi, má nefna einna helst:

 • Uppsetningartími húsanna er skammur
 • Vandað efnisval
 • Komin góð áralöng reynsla húsin frá okkur á Íslandi frá árinu 2001
 • Lítið viðhald
 • Gluggar úr PVC efni eða ál/viður
 • Vandaðar hurðir
 • Steinullareinangrun í öllu húsinu þ.e útveggjum, innveggjum og þaki
 • Vandaður frágangur á öllum þakköntum og þakskeggi ásamt rennum og niðurföllum
 • Vandaðar útihurðir og bílskúrshurð ásamt læsingum
 • Innihurðir Jeld Wen ásamt öllum fylgihlutum og læsingum
 • Utanhússklæðning, Hardie Plank eða Nova Brik kemur formáluð eða með föstum lit
 • Einingahúsin eru hönnuð fyrir íslenskar aðstæður og skv íslenskum stöðlum
 • Sterk króna – lægra kaupverð
 • Útveggir og innveggir koma tilbúnir til ásetningar á fyrirliggjandið grunn
 • Kraftsperrur. Auðvelt að hafa loft t.d. upptekin á völdum stöðum í húsinu
 • Húsin eru verksmiðjuframleidd og efnisrýrnun í lágmarki
Einingahús Seyðisfjörður

185 m2 hús á Seyðisfirði

 

 

Verðdæmi 185 m2 hús samkvæmt tilboði í mars 2019

 

Heildarverð 185 m2 tollafgreitt og tilbúið til afhendingar í Reykjavík
 +/- kr 18.500.000,- *)
  
*) Verð með flutningi, virðisaukaskatti í tolli og tollafgreiðslugjöldum 

Í ofangreindu verðdæmi er miðað við Hardie Plank klæðningu, sjá hús á mynd.

Sjá nánar um efnisval