Handrið á svalir og stiga

imageHandrið er hægt að framleiða úr mismunandi efnum: málmi, steypu, timbri, sérstöku gleri og plasti. Verslunarfélagið Emerald ehf, býður hinsvegar handrið úr áli.

Álhandrið hafa ýmsa betri kosti umfram önnur efni. Þola mun betur veður og vinda, ryðga ekki og eru afar endingargóð. Þau eru létt, afar sterk og meðfærileg. Þau koma polýhúðuð þ.e. liturinn er dufthúðaður á efnið og síðan hitabrætt og innbakað. Hágæða handrið á samkeppnishæfu verði.

Efnislýsing
imageStoðir eru rétthyrndar gerðar úr áli 30 x 60 mm. Handriðið er 98 mm á breidd. Mesta breidd á milli stoða er 1200 mm. Álprófílarnir eru duftlakkaðir (pólýhúðaðir). Litir eru skv RAL litakerfinu að vali kaupanda.

imageFestingar eru boltaðar ofan á plötu eða framan á plötu eða stiga. Hæð á handriði er venjulega 1000 – 1100 mm frá gólfi. Gler er þannig; samlímt öryggisgler eða hert (tempered) öryggisgler.

Hægt er að velja um litað gler eða glært; litir í boði eru skýjað, bronze, reyk-grátt eða silkscreen.

imageÞykkt glers er; 6 mm, 8 mm eða 10 mm. Einnig er hægt er að fá handriðin með lágréttum rimlum.

Afgreiðslutími er 5-7 vikur. Hafið samband við sölumann okkar í síma 698 0330 eða sendið okkur tölvupóst emerald@emerald.is

Einnig áhugavert!