Spurningar og Svör

Svalalokun ryðfríar læsingar
Leyfi til ísetningar svalalokunarkerfis

Hönnuður/Arkitekt  hússins þarf að teikna breytinguna inn á teikningarnar vegna útlitsbreytingar og brunavarna.

Byggingaleyfi og leyfismál

Emerald_Rustfree_2Leyfi þarf frá byggingarfulltrúa viðkomandi sveitarfélags. Leyfi þarf frá nágrönnum í sameign. Byggingafulltrúi upplýsir um hvort grenndarkynning sé nauðsynleg. Oft er grenndarkynning ekki nauðsynleg, séu svalalokanir þegar komnar upp hjá öðrum í húsinu.

Yfirbyggingar

Allar yfirbyggingar skulu gerðar í samráði við arkitekt eða hönnuð hússins, þannig að útlitsbreytingin falli vel að heildarmynd hússins.

Vörn gegna hávaða veðri og vindum

Glerbrautarkerfin frá okkur koma með að lágmarki 10mm – 10mm hertu gleri frá viðurkenndum framleiðanda sem vinnur skv ISO9001 gæðastaðlinum. Kerfin veita umtalsverða vörn, auk þess að auka notagildi svalanna til mikilla muna. Ennfremur verja þær svalirnar fyrir hugsanlegum skemmdum og lekavanda. Glerlokanirnar eru flokkaðar sem 90% vind og vatnsþéttar. Þær eru hentugar fyrir svalir, garðskála, sólstofur og fleira. Þau eru CE vottuð. Koma tilbúin í dufthúðuðum lit skv RAL litakerfinu, tilbúin, yfirfarin og tilsniðin. Aðrir staðlaðir litir í boði sem standard.

Rennt fyrir horn

imageGlerbrautarkerfið er hannað þannig að glerflekum er auðveldlega hægt að renna fyrir horn. Ennfremur setjum við upp bogadregnar glerlokanir og fellilokanir. Fellilokanir opanast og lokast eins og harmonika. Henta vel sem skilrúm fyrir heimili og verslanir.

Hjólakerfi og legur

Glerbrautarkerfið er hægt að fá þannig að hvert hjól er þrískipt að ofan og neðan, sem minnkar til muna allt hlaup og skrölt eins og algengt er í mörgum öðrum svalalokunarkerfum.

Lokun á prófílendum

imageGlerlokunarkerfið er þannig úr garði gert að við að hægt er að fá þau með ryðfríum endalokunum og ryðfríum læsingum og búnaði. Verslunarfélagið Emerald ehf er eini aðilinn á Íslandi sem býður þennan valkost. Eykur gæði til mikilla muna þar sem reynir á frost og þýðu til skiptis sem og öryggi. Ekkert plast er notað sem veðrast og á til að springa í íslenskri veðráttu.

Þykkt á álprófíl

Lúxus Premium glerlokunarkerfin eru með 3mm þykkum álprófílveggjum þar sem hjólin liggja sem eykur stöðugleika og endingu kerfisins til mikilla muna.

Hreinsun og viðhald

Glerbrautarkerfið er framleitt úr áli. Ekki er ráðlagt að smyrja kerfið, því hjólin eru þannig gerð að þau eiga að leika létt um þar til gerða braut í kerfinu. Smurning dregur að sér óhreinindi. Auðvelt er að hreinsa glerið með sápuvatni eða glerúða á báðum hliðum.

Ábyrgð og vottanir

Svalalokunarkerfið kemur með 7 ára ábyrgð.  Ábyrgðin felst í því að skipt verður um íhluti kerfisins kynnu þeir að bila sem og augljósum verksmiðju göllum ef upp kunna að koma. Framleiðandi hefur ISO9001 vottun og svalalokunarkerfin eru CE vottuð og framleitt í samræmi við evrópska gæðastaðla.

Tryggingar

Tilkynna þarf tryggingafélagi sem hefur með heimilistryggingu að gera að sett hafi verið upp svalalokanakerfi. Þá tekur tryggingin gildi skv skilmálum tryggingafélagsins.

Tilboð og uppsetning

Verslunarfélagið Emerald ehf gerir viðskiptavinum verðtilboð í svalalokanir og glerskilrúm að kostnaðarlausu. Einungis þarf að tilgreina staðsetningu húss og svala og málsetningar lengd og hæð á svölum sem glerlokunin á að dekka. Við komum einnig á staðinn sé þess óskað á höfuðborgarsvæðinu og könnum aðstæður, án aukakostnaðar eða kvaða um kaup. Uppsetningu er stjórnað af byggingameistara og hæfum ísetningaraðilum þar sem vandað er til verka.

Hafa samband

Ef spurningar vakna, eða ábendingar um sem betur mætti fara á heimasíðu okkar, endilega hafðu samband við okkur með tölvupósti. Einnig er hægt að hringja beint í síma 698 0330 bóka tíma, fá ráðgjöf eða tilboð.