Verkferli

Verkferli er varðar húsakaup frá Kanada

 • Einingahús Mosfellsbæ

  Einingahús í Mosfellsbæ

  Val á húsi þ.e hugmynd kaupanda eða tillaga frá Emerald ehf sem gerir bráðabirgðatilboð til kaupanda þ.e. kostnaðaráætlun Emerald ehf á húsi m.v. afhendingu á byggingarstað.

 • Kaupandi ákveður að skoða frekar væntanleg kaup á húsi frá Kanada. Teikning er gerð af íslenskum arkitekt okkar. Kaupandi situr fundi með arkitekt. Arkitekt útfærir nánar óskir kaupanda, s.s herbergjaskipan, gerð klæðningar, byggingarlýsingu og fleiri þætti er húsið varðar. Ennfremur er skoðað hvort viðkomandi hús hæfi lóð, skipulagi byggðar og lóðarskilmálum
 • Endanleg teikning send Emerald ehf.  Bindandi tilboð berst, venjulega innan 7 daga, sundurliðað frá verksmiðju skv ofangreindri teikningu arkitekts og miðað við efnisval kaupanda (gerð klæðningar, gerð glugga, gerð hurða ofl.)
 • Áætlaður framleiðslutími húss (venjulega um 6-8 vikur eftir að verksmiðjuteikningar eru staðfestar), dagsetning gámasendingar frá Kanada áætluð og afhendingartími húss á byggingarstað áætlað
 • Greiðsla umsýsluþóknunar til Emerald ehf, staðfestingargjalds til verksmiðju og opnun bankaábyrgðar fyrir eftirstöðvum
 • Teikningar húsaframleiðanda gerðar, en þær eru mun ítarlegri en arkitekts og framleiðsla á húsi hefst, ráðning verkfræðings, ráðning byggingastjóra (meistara) og raflagnahönnuðar
 • Teikningar framleiðanda gerðar útfrá teikningu arkitekts og miðast við mun ítarlegri útfærslu m.t.t samsetningar hússins
 • Pökkun í gáma (3 til 4 gámar eftir efnismagni), venjulega 2 x 40ft high cube (hærri gámur) + 1 x 40ft regular (venjuleg hæð), miðað við ca 200 m2 hús
 • Sent með skipi til Íslands. Kaupandi nýtur sérkjara vegna flutningsgjalds. Kaupandi er skráður eigandi vörunnar og ber ábyrgð á að tryggja vöruna.  Flutningstími uþb 14 – 21 dagar
 • Virðisaukaskattur, flutningsgjöld og hafnargjöld og önnur gjöld greidd við tollafgreiðslu húss